Flokkur fólksins hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann kynnir leiðtoga sína í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar sem eru fram undan.
Inga Sæland alþingismaður/öryrki og formaður Flokks fólksins er oddviti Reykjavíkurkjördæmis suður.
Tómas A. Tómasson veitingamaður er oddviti Reykjavíkurkjördæmis norður.
Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður/öryrki er oddviti Suðvesturkjördæmis.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, grunnskólakennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er oddviti Suðurkjördæmis.
Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, er oddviti Norðausturkjördæmis.
Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar, er oddviti Norðvesturkjördæmis.
„Flokkur [f]ólksins er leiðandi stjórnmálafl í baráttunni gegn fátækt, skerðingum og hvers konar oki og kúgun stjórnvalda,” segir í tilkynningunni, þar sem bent er á vefsíðu flokksins hvað markmið varðar.