Flóttamannanefnd mun að öllum líkindum skila tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna frá Afganistan í dag til félags- og barnamálaráðherra. Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, sagði fyrir helgi að tillögunum yrði skilað fyrir lok föstudags en að sögn Diljár Mistar Einarsdóttur, sem á sæti í nefndinni, dróst gerð minnisblaðsins á langinn.
Hún gerir þó ráð fyrir að ráðherra muni leggja minnisblaðið fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í gær fékk íslensk fjölskylda sæti í danskri flugvél sem flutti embættismenn og 90 flóttamenn frá Afganistan. Enn eru nokkrir Íslendingar í Afganistan.