Vilja sömu meðferð og innfæddir Íslendingar fengju

Af fundinum í dag.
Af fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kröfufundur Afgan-Íslendinga hófst klukkan 17 á Austurvelli þar sem þess var krafist að Ísland bjargi Afgönum frá Afganistan þar sem talíbanar hafa komist til valda. Þess er sér í lagi krafist að ættingjum afganskra Íslendinga sé bjargað þar sem þeir séu nú í mikilli hættu.

Navid Nouri er afganskur Íslendingur sem segir ríkisstjórnina vera að bregðast þeim og fjölskyldum þeirra með því að draga lappirnar: „Ef þetta væru innfæddir Íslendingar þá myndu þau örugglega grípa inn í. En þau gera ekkert fyrir afganska Íslendinga, þau sitja bara hjá og láta eins og þeim sé sama. Þetta er ekki sanngjarnt.“

Góð mæting en engir ráðamenn

Fundurinn hófst klukkan 17 en þá höfðu 417 manns staðfest komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Navid segir mætinguna góða en ekkert bóli á stjórnmálamönnum eða ráðamönnum og enginn þeirra hafi sett sig í samband við þau.

Navid segir tímann nauman, brátt muni talíbanar loka flugvellinum og …
Navid segir tímann nauman, brátt muni talíbanar loka flugvellinum og þá verði orðið of seint fyrir ríkisstjórnina að bjarga Afgönum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Segir tímann nauman

Navid ítrekar að ríkisstjórnin hafi ekki endalausan tíma. „Þessi undankomuleið verður ekki opin lengi, talíbanar hafa þegar sagt að þeir ætli að loka flugvellinum. Þá verða fjölskyldurnar okkar fastar þarna. Ríkisstjórnin talar ekki við okkur heldur sólundar bara tímanum, þetta er tímabundið tækifæri. Bandaríkjamenn þurfa að gefa eftir flugvöllinn bráðlega, og hvað þá?“

Mæting á fundinn var góð að sögn Navid.
Mæting á fundinn var góð að sögn Navid. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skilaboð Navid til íslensku ríkisstjórnarinnar eru einföld: „Komið fjölskyldunum okkar til bjargar. Ég er afganskur Íslendingur, ímyndaðu þér ef innfæddir Íslendingar myndu lenda í þessari stöðu. Hvað myndi ríkisstjórnin gera? Hún myndi fara og bjarga fjölskyldunni, sama hver ógnin væri.

Ég er bara að biðja um það sama og hver annar Íslendingur. Þú veist hvað fjölskylda skiptir mann miklu máli, við getum ekki staðið hjá og sagt „ég get ekkert gert“, við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur.“

Afganskir Íslendingar hafa áhyggjur af því að málið muni festast …
Afganskir Íslendingar hafa áhyggjur af því að málið muni festast í nefnd í einhverjar mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert