Lengi í vinnslu að heimila sjálfspróf

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Unnur Karen

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það hafa verið lengi í vinnslu að rýmka heimildir til sölu Covid-sjálfsprófa og notkunar hraðgreiningarprófa áður en reglugerð um efnið var breytt í gær. „Nú var kominn tími til að gefa út þessa reglugerð og engar ástæður til þess að bíða með það,“ sagði Svandís.

Félag atvinnurekenda gagnrýndi í gær m.a. bannið sem þá gilti við sölu sjálfsprófa í erindi til heilbrigðisráðuneytis. Aðspurð um erindið sagðist Svandís ekki vita hvort því hefði verið svarað en sagði regluverkið breytast fljótt:

„Framkvæmdin var orðin með þeim hætti að það voru ekki alltaf rannsóknarstofur að baki þessum prófastöðvum. Þess vegna sáum við ekki ástæðu til þess að halda í það skilyrði. Regluverkið þróast eftir því sem þessu vindur fram. Það er auðvitað mikilvægt að það sé í takti við það sem gerist og gengur en þó þannig að við gætum öryggissjónarmiða.“

Sóttvarnalæknir viðraði efasemdir um ágæti sjálfsprófa í gær en Svandís segir gæðakröfur reglugerðarinnar miklar: „Við gerum kröfu um tiltölulega nákvæmt sjálfspróf og settum ákveðið viðmið þar. Fólki er síðan skylt að fara í PCR-próf ef það fær jákvæða niðurstöðu.“

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, segist hlynntur sjálfsprófum en telur að notkun þeirra verði að vera í samráði við sýkla- og veirufræðideild Landspítala. „Ég er fylgjandi því að þetta sé notað skynsamlega,“ segir Björn. 14

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert