Hitamet sem slegið var á Hallormsstað í gær fær líklega ekki að standa lengi, en búist er við því að hitinn í dag verði enn hærri.
Hitinn fór upp í 29,3 gráður á Hallormsstað í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í sumar. Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi er 30,5 gráður en það var árið 1939.