Falla milli skips og bryggju

Erling Jóhannesson.
Erling Jóhannesson. mbl.is/Arnþór

Listamaður sem starfar einn þarf að reikna sér að lágmarki 582 þúsund krónur í laun á mánuði, sama hvað hann þénar raunverulega, og greiða af tilbúnu tölunni staðgreiðslu, tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð.

Forseti Bandalags íslenskra listamanna segir að þetta valdi vandræðum því þeirra vinna fari ekki eftir línum fastra starfsmanna sem endurgjaldið virðist taka mið af. Reiknaða endurgjaldið sé fjarri lagi hjá flestum listamönnum.

Réttur til atvinnuleysisbóta hjá Vinnumálastofnun og viðmið skattsins um reiknað endurgjald vegna sjálfstæðrar starfsemi hefur lengi valdið sjálfstæðum listamönnum vandræðum, að sögn Erlings Jóhannessonar, forseta Bandalags íslenskra listamanna. Báðir þessir þættir hafi komið skýrar í ljós í því tekjufalli sem margir hafi orðið fyrir í kórónuveirufaraldrinum.

Aftastir í röðinni

Sjálfstætt starfandi einstaklingar féllu illa inn í atvinnuleysistryggingakerfið. Þeir urðu fyrir miklum tekjusamdrætti í kórónuveirufaraldrinum og var liðkað fyrir með því að veitt var tímabundin heimild til atvinnuleysisbóta vegna minnkaðs starfshlutfalls.

Í upphafi faraldursins sóttu listamenn, eins og aðrir, um atvinnuleysisbætur og önnur úrræði sem Vinnumálastofnun var falið að sýsla með. Mál margra eru flókin vegna hlutavinnu og verktakavinnu í eigin nafni og félaga, jafnvel erlendis. Erling segir að umsóknir listamanna virðist hafa lent aftarlega í röðinni. Í lok síðasta sumars hafi 70% umsókna listamanna verið óafgreidd en Erling kveðst ekki vita hvort eitthvað hafi ræst úr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert