Hitametið ekki slegið í dag

24 stiga hiti var á Þórshöfn í dag og var …
24 stiga hiti var á Þórshöfn í dag og var því útinám í Grunnskólanum á Þórshöfn. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Líklegt var að hitamet myndi falla í dag en svo varð ekki. Hitinn í dag náði samkvæmt Veðurstofu Íslands hæst 28,4 gráðum á Egilsstaðaflugvelli klukkan tvö. Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var árið 1939 þegar 30,5 gráður mældust á Teigarhorni í Berufirði.

Í gær var um hæsta hitastig ársins að ræða er hitinn náði 29,4 gráðum á Hallormsstað. Þar til hafði hlýjasta mælingin á þessu ári verið 27,5 gráður sem mældust á Akureyri 20. júlí.

Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka