„Markmiðið er fyrst og fremst að Samfylkingin verið í sterkri félaghyggjustjórn sem getur tekið á brýnum aðstæðum í dag og horft með djörfum augum til framtíðar,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is að loknum kynningarfundi flokksins um kosningaráherslu þeirra fyrir komandi alþingiskosningar.
Logi segist vilja samstíga ríkisstjórn sem sé nógu kraftmikil til að taka á þeim brjálaðslegu áskorunum sem blasa við þegar kemur að kjörum almennings en einnig loftlagshlýnun og vandamálum til framtíðar fyrir komandi kynslóðir.
Hann stendur við orð sín um að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokk og segir ekki vera málefnilegan grunn fyrir samstarfi milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en útilokar þó ekki samstarf með miðjuflokkum.
Í ræðu sinni gagnrýndi Logi ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi í loftlagsmálum. Aðspurður hvort Samfylkingin eigi þá samleið með Vinstri Grænum, sem fara með umhverfisráðuneytið, segir Logi svo vera.
„Vinstri græn hafa í stefnu sinni metnaðarfull áform í loftlagsmálum. Við eigum samhljóm um margt af því sem þar er. Í samstarfi við hægri flokk, eins og Sjálfsstæðisflokkinn, hafa þau ekki náð nógu miklum slagkrafti,“ segir Logi.
Aðspurður hvort Samfylkingin vilja leiða næstu ríkisstjórn segir Logi Samfylkinguna vilja leiða saman félagshyggjuflokka en það vera auka atriði hver leiði ríkisstjórnina.
Logi telur farsælt að fylgja tillögum sóttvarnarlæknis og segist ekki vilja nýta farsóttaumræðu sem pólitískt bitbein en leggur þó áherslu á að skólastarf verði eðlilegt.
„Ég legg miklar áherslu á að skólastarf geti verið eðlilegt vegna þess að eitt er það vandamál fyrir fullorðið fólk, eins og mig, að þurfa taka á mig einhverjar skerðingar frá athafnafrelsi en það er miklu verra að horfa upp á börnin, unglingana og unga fólkið sem er að taka út mikilvægan þroska og þurfa að gera það í skóla og í félagsstarfi að þurfa að búa við þetta svona lengi,“ segir Logi.
Samfylkingin boðar álögur á úrgerðafyrirtæki. Í samtali við blaðamann sagði Logi álögurnar vera þrepaskiptar og fara á stærstu fyrirtækin, u.þ.b þau tuttugu stærstu.
Aðspurður hvort þessi áformi muni hafa neikvæð áhrif á sjávarbyggðir sem berjast í bökkum kveðst Logi ekki svo vera. „Miðað við arðgreiðslu og hagnað þessara fyrirtækja hef ég ekki áhyggjur á því“, segir Logi.
Hann ítrekar að ekki sé samasemmerki milli sjávarútvegs- og byggðarmála. Logi segir byggðirnar fyrst og fremst þurfa á sterkri almannaþjónustu, starfa án staðsetningar, góðum samgöngum og fjarskiptum að halda.
Bætir hann við að atvinnuvegir geti blómstrað eftir sem áður en geti einnig orðið fjölbreyttari.
Logi kveðst ekki áhyggjufullur á að fylgi flokksins hafi staðið í stað eða dalað í síðustu nokkrum skoðanakönnunum.
„Ég er bjartsýnn, ég held við toppum á réttum tíma, ég held við náum að fella ríkisstjórnina og mynda samstæða félagshyggjustjórn,“Þá segir Logi.