Vinnustöðvun geti haft áhrif til lengri tíma

Á næstu vikum taka flugfélög um heim allan ákvarðanir um …
Á næstu vikum taka flugfélög um heim allan ákvarðanir um flugáætlanir sínar fyrir komandi vetur og næsta ár. Keflavíkurflugvöllur er í harðri samkeppni við aðra flugvelli. Kristinn Magnússon

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að enn beri töluvert á milli Isavia og FÍF, Félags íslenskra flugumferðastjóra., fyrirhuguð vinnustöðvun ýti undir óvissu og kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma

Viðræður Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, við FÍF um nýjan kjarasamning hafa ekki enn skilað árangri og því hefur FÍF boðað til vinnustöðvunar 31. ágúst milli klukkan 05:00 og 10:00 að morgni. 

„Við munum upplýsa þau flugfélög sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á þessum tíma um stöðu mála þannig að þau geti brugðist við hugsanlegri vinnustöðvun,“ segir Guðjón. 

Óvissa geti haft neikvæð áhrif á endurreisn

Hann bendir á að vinnustöðvun FÍF á Keflavíkurflugvelli komi á sama tíma og unnið er að því um allan heim að koma flugsamgöngum í eðlilegra horf í heimsfaraldri.

Eins og við hjá Isavia höfum bent á getur öll óvissa í þessu starfsumhverfi haft neikvæð áhrif á endurreisn flugrekstrar og ferðaþjónustu.“

Á næstu vikum taka flugfélög um heim allan ákvarðanir um flugáætlanir sínar fyrir komandi vetur og næsta ár. Keflavíkurflugvöllur er í harðri samkeppni við aðra flugvelli og Guðjón segir að frekari óvissa í starfsumhverfinu geti haft skaðleg áhrif til lengri tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka