Féll tíu metra í húsagrunn

Byggingarsvæðið sem um ræðir.
Byggingarsvæðið sem um ræðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðgerðir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna vinnuslyss í Katrínartúni standa yfir. 

Samkvæmt upplýsingum frá vaktstjórn hjá slökkviliðinu féll maður á fimmtugsaldri til jarðar. Ekki liggur fyrir hve hátt fallið var eða hver líðan mannsins er að svo stöddu. 

Að sögn vitna að slysinu er unnið að því að hífa manninn upp en um er að ræða byggingarsvæði þar sem búið er að sprengja fyrir grunni. 

Slökkvibíll, körfubíll og sjúkrabíll voru sendir á staðinn. 

Uppfært klukkan 9:46:

Maðurinn féll tíu metra ofan í húsgrunn og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans. Hann er alvarlega slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka