Leyfi fyrir mosku á Suðurlandsbraut 76 samþykkt

Teikning af fyrirhuguðu bænahúsi Félags múslima á Íslandi.
Teikning af fyrirhuguðu bænahúsi Félags múslima á Íslandi. Skjáskot/Félag múslima á Íslandi

Byggingar- og skipulagsyfirvöld í Reykjavík samþykktu á þriðjudag að leyfa Félagi múslima á Íslandi að byggja tveggja hæða bænahús við Suðurlandsbraut 76.

Þetta kemur fram í fundargerð byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa borgarinnar frá 24. ágúst.

Í fundargerðinni kemur fram að byggingin verði úr forsteyptum einingum og telji samtals 677,6 fermetra. Þar sem neðri hæðin verður 598,3 fermetrar og sú efri 79,3 fermetrar.

Félag Múslíma fékk leyfi til að byggja mosku við Suðurlandsbraut árið 2019 en ekki var hægt að hefja framkvæmdir strax þar sem ekki var búið að uppfylla ákveðin skilyrði á borð við afhendingu sérteikninga, greiðslu tilskilinna gjalda og ráðningu byggingarmeistara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert