Lögreglan á Egilsstöðum skaut vopnaðan mann

Skothvellir heyrðust eftir að lögregla var kölluð út.
Skothvellir heyrðust eftir að lögregla var kölluð út. mbl.is/Hari

Lögreglan á Egilsstöðum skaut í kvöld vopnaðan mann í Dalseli á Egilsstöðum sem neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu og leggja frá sér vopnið. Rúv greinir frá.

Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var lögregla kölluð til um klukkan hálfellefu eftir að byssuhvellir heyrðust í götunni. Að sögn sjónarvotta heyrðust skothvellir eftir að lögregla var mætt á vettvang. Engar upplýsingar hafa borist um ástand mannsins.

Ekki náðist í lögregluna á Egilsstöðum við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert