Myndskeið: Hraun fossar niður hlíðar Nátthaga

Mikil þoka hefur legið yfir eldgosinu undanfarna daga. Í morgun …
Mikil þoka hefur legið yfir eldgosinu undanfarna daga. Í morgun tók þó mikilfengleg sýn við þeim sem lögðu leið sína að gosinu. mbl.is/Árni Sæberg

Mikilfengleg sýn blasti við göngugörpum í Nátthaga í morgun þegar myndarleg hrauná rann niður hlíðarnar. 

Daníel Páll Jónasson náði myndskeiði af þessu náttúrufyrirbæri og sést hraunið fossast niður hlíðarnar af miklum krafti. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands endurbirti myndskeiðið á facebooksíðu sinni.

Undanfarna daga hefur mikil þoka legið yfir og hefur eldgosið ekki verið sýnilegt í þó nokkurn tíma. Þessi sýn hefur því komið mörgum skemmtileg á óvart.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert