Aívör og Sameind opna á morgun nýja starfsstöð fyrir greiningu á Covid-19 með hraðprófum. Stöðin verður undir merkjum testcovid.is sem starfrækir tvær aðrar stöðvar í Keflavík og á BSÍ.
Stöðin verður opin alla daga vikunnar og mun geta framkvæmt tvö til þrjúþúsund hraðpróf á degi hverjum. Í tilkynningu frá Sameind segir að vottorð um neikvætt próf séu einungis gefin út á grundvelli hraðprófa séu þau framkvæmd af rannsóknarstofum með starfsleyfi.
„Í nýlegri grein í vísindatímaritinu Nature kemur fram að næmi vandaðra COVID-19 hraðprófa, þar sem heilbrigðisstarfsfólk tekur nefkokssýni, er 98% en 82% þegar sýni eru tekin úr nös. Þegar einstaklingar sem hlotið höfðu litla þjálfun tóku sýni úr nös reyndist næmi prófanna 58%, sem teljast verður alsendis ófullnægjandi,“ segir í tilkynningunni.