Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir kostnað hraðprófa geta orðið mjög hamlandi við að ná því markmiði að fleiri geti notið menningar og lista hér á landi.
Sótttvarnalæknir talar fyrir hófsömum afléttingum takmarkana, eflingu gjörgæsludeilda og áframhaldandi bólusetningarherferð.
Nýgengi smita hjá bólusettum er um helmingi minna hjá bólusettum en óbólusettum eða 850 á hverja 100.000 miðað við 1.700/100.000 meðal bólusettra. Því segir Þórólfur gagnsemi bólusetninga ótvíræða, en bendir á að álag á heilbrigðisþjónustuna af völdum Covid hafi verið verulegt og vísar sérstaklega á Landspítalann í því samhengi.
Hann segir þær aðgerðir sem þegar hafi verið gripið til hafi leitt til þess að ekki hafi farið verr en raun ber vitni og því þurfi að fara varlega í afléttingar: „Í ljósi þess að aflétting allra innanlands þá tel ég mikilvægt að varlega verði farið í afléttingar innanlands og á landamærum á næstunni.“
Í nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir innanlands sem tekur gildi á föstudag er að finna nokkrar breytingar frá núgildandi reglum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi veitingastaða er hækkaður úr 100 í 200 og líkamsræktar- og sundstöðum heimilt að taka á móti eins mörgum gestum og leyfi þeirra segir til um í stað 75%.
Stærsta skrefið í afléttingum eru sérstakar reglur um 500 manna hólf á viðburðum, það ákvæði í minnisblaðinu mun hins vegar ekki taka gildi fyrr en 3. september. Skilyrðin fyrir því að hleypa 500 í hvert hólf eru eftirfarandi og gilda um viðburði í sviðslistum, kvikmyndahúsum, íþrótta- og kórastarfi:
Þórólfur bendir á að hár kostnaður hraðprófa kunni að vera hamlandi en telur þau betri kost en sjálfsprófin vegna nákvæmni:
„Ljóst er að hátt verð hraðprófa til þeirra sem vilja sækja viðburði getur orðið mjög hamlandi við að ná þeim markmiðum að sem flestir geti áfram notið menningar- og íþróttaviðburða. Í tillögum mínum legg ég ekki til að notuð verði sjálfpróf og mæli ekki með notkun þeirra í þessu skyni vegna þess hversu ónákvæm þau eru.“