Vanrækslugjald hækkaði verulega

Vanrækslugjald hefur hækkað verulega.
Vanrækslugjald hefur hækkað verulega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grunnfjárhæð vanrækslugjalds sem lagt er á vegna óskoðaðra ökutækja hækkaði umtalsvert samkvæmt reglugerð sem tók gildi 1. maí sl. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum sem annast álagningu og innheimtu gjaldsins vekur athygli á þessu í fréttatilkynningu.

Bendir hann á að í byrjun júlí, þegar farið var að leggja vanrækslugjald á samkvæmt nýju reglugerðinni, sættu eigendur alls 3.257 ökutækja álagningu gjaldsins og í byrjun ágúst voru ökutækin alls 3.434, sem ekki höfðu verið færð til skoðunar innan tilskilins tíma. „Verður fróðlegt að sjá hvort þessi hækkun leiðir ekki til fækkunar álagninga frá því sem verið hefur,“ segir hann.

Gjaldið var 15.000 krónur vegna allra flokka ökutækja, hækkaði í 20.000 krónur vegna allra ökutækja annarra en fólksflutningabíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna með heimilaðan farm yfir 3,5 tonn en vegna þeirra hækkar það í 40.000 krónur. Ef ökutæki hefur ekki verið fært til skoðunar eða skráð úr umferð innan tveggja mánaða frá álagningu gjaldsins hækkar það um 100% eða í 40.000 krónur en í 80.000 krónur vegna stærri ökutækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert