Áfallamiðstöð opnuð á Egilsstöðum

Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Austurlandi segir að vegna lögreglumálsins sem kom upp á Egilsstöðum í gærkvöldi, þar sem lögreglan skaut og særði vopnaðan mann sem var með skotvopn, verði opin áfallamiðstöð í Egilsstaðaskóla.

Miðstöðin verður opin á milli klukkan 16 og 18 í dag þar sem Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning og skyndihjálp.

Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma með börn sín og ungmenni ef borið hefur á kvíða hjá þeim og vanlíðan að sögn lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert