Börn flúðu undan byssumanninum

Dyr hússins þar sem byssumaðurinn var skotinn.
Dyr hússins þar sem byssumaðurinn var skotinn. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Karlmaður sem lögreglan skaut á Egilsstöðum í gærkvöldi var vopnaður haglabyssu. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta herma áreiðanlegar heimildir mbl.is.

Maðurinn fór á heimili annars manns sem hann var að leita að. Hann hafði skotið á rúðu í húsinu á móti áður en lögreglan kom á staðinn um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. 

Annað hús sem skotið var á í Dalseli á Egilsstöðum.
Annað hús sem skotið var á í Dalseli á Egilsstöðum. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Maðurinn sem byssumaðurinn leitaði að var ekki heima. Heimildir herma að börn hans hafi verið heima og flúið þar sem þeim stóð ógn af manninum. 

Samkvæmt upplýsingum mbl.is skaut byssumaðurinn að lögreglubíl þegar lögregla mætti á vettvang og neitaði hann að leggja niður skotvopnið þegar honum var skipað að gera það. Í kjölfarið var maðurinn skotinn. 

Heimildir mbl.is herma að lögreglan hafi áður haft afskipti af manninum, meðal annars fyrir vopnaburð.

Bíll í heimkeyrslunni þar sem byssumaðurinn var skotinn.
Bíll í heimkeyrslunni þar sem byssumaðurinn var skotinn. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Nokkuð mörgum skotum virðist hafa verið hleypt af.
Nokkuð mörgum skotum virðist hafa verið hleypt af. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Héraðssaksóknari rannsakar

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í samtali við mbl.is ekki getað tjáð sig um atburði máls. Embætti héraðssaksóknara fer með rannsókn málsins þar sem lögreglan átti í hlut. 

Kolbrún segir að öll lögreglulið vera með aðgang að skotvopnum í læstum hirslum samkvæmt almennum reglum en þurfa skýra heimild til að grípa til þeirra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert