Breytingar tvíbentar

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er tvíbent. Það er já­kvætt að eitt­hvað sé verið að létta á aðgerðum en hins veg­ar hefðum við kosið að [al­menn­ar] sam­komutak­mark­an­ir færu upp í 500 manns,“ seg­ir Helgi Björns­son, formaður Fé­lags sjálf­stætt starf­andi tón­list­ar­manna, um nýj­ar sótt­varnaaðgerðir sem taka í gildi á laug­ar­dag.

Yf­ir­völd út­færa nú að 500 manna hólf verði leyfð á stærri sam­kom­um með kröfu um nei­kvætt hraðpróf. Helgi seg­ir að kostnaður fylgi því og alls kon­ar flækj­u­stig sem eigi eft­ir að leysa. „Maður sér ekki fram á að þetta ákvæði birt­ist strax.“

Helgi seg­ir aft­ur á móti að mjög gott sé að nánd­ar­regl­an verði felld niður. „Það mun­ar mjög miklu því þá er hægt að hafa 200 manns í 200 manna sal sem var ekki hægt áður.“ Hann seg­ist fagna öll­um já­kvæðum skref­um en að hann hafi verið vongóður um að fjölda­tak­mark­an­ir yrðu rýmkaðar frek­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert