Ekki fleiri smit greinst á Landakoti

Fleiri smit hafa ekki greinst á Landakoti og þakkar Landspítali …
Fleiri smit hafa ekki greinst á Landakoti og þakkar Landspítali viðbrögðum starfsfólks í tilkynningu á vef spítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fleiri smit hafa ekki greinst á Landakoti eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í síðustu viku. Skýrum verkferlum, aðgæslu starfsfólks og réttu viðbragði má þakka að ekki smituðust fleiri, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans.

Allir sjúklingar á deildinni þar sem smitið kom upp fóru tvisvar í sýnatöku og enginn reyndist hafa smitast en fimm sjúklingar þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins. 

Þá var öldrunarlækningadeild umsvifalaust lokað í kjölfar smitsins og allt sótthreinsað samkvæmt ítrustu kröfum.

Sóttkví aflétt í dag

Í dag er veri ðað aflétta þeirri sóttkví sem starfsmenn og sjúklingar hafa sætt og innlagnir og útskriftir hefjast á ný. 

Haft er eftir Unni Guðfinnu Guðmundsdóttur, deildarstjóra öldrunarlækningadeild A á Landspítalanum, á vef spítalans, að starfsmenn hafi staðið sig gríðarlega vel, hafi verið samstilltir í sinni vinnu og teksit á við aðstæður á faglegan og öruggan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert