Þjóðskrá mun ekki lengur nýskrá börn í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrá.
Verða börn því framvegis nýskráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafn þar til nafngjöf hefur farið fram. Breytingin hefur þegar tekið gildi.
Þá eru ekki lengur gefin út vegabréf með slíkum eiginnöfnum (stúlka eða drengur) og er þessi breyting því til samræmingar þar á.