Eggert Skúlason
Fjallaverksmiðja Íslands, sem er bók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, verður grunnur að sjónvarpsþáttaseríu sem að öllum líkindum verður tekin upp í Kanada og gerist í Alaska. Alþjóðlegt teymi handritshöfunda og leikstjóra er komið að verkefninu.
Í Dagmálaþætti dagsins segir Kristín Helga frá því hvernig það kom til að sagan um fríríkið í Austur-Skaftafellssýslu er komið í hendur verðlaunaðra leikstjóra í Mexíkó. Hún segir mikla vinnu eftir, en fyrsta skrefið er að framleiða „pilot“-þátt sem er eins konar kynningarþáttur.
Fyrirtæki í Los Angeles er þegar farið að kynna sjónvarpsseríuna fyrir stóru efnisveitunum.
Þá eru einnig uppi hugmyndir um að ein þekktasta persóna Kristínar Helgu, hún Fía Sól, fari líka í sjónvarp en þær hugmyndir eru skemmra á veg komnar.