Rannsóknarlögregla er mætt á vettvang í Dalseli á Egilsstöðum þar sem lögregla skaut vopnaðan mann fyrr í kvöld. Maðurinn verður fluttur til aðhlynningar í Reykjavík með sjúkraflugi.
Maðurinn var skotinn í kviðinn af lögreglu eftir að hafa gengið berserksgang í götunni og neitað að sleppa vopninu.
Að sögn sjónvarvotts stóð skothríðin yfir í rúman hálftíma en á meðan hafði sjónarvotturinn ásamt fjölskyldu sinni falið sig á bak við eldhúseyju í miðju húsinu og beðið eftir að skothríðinni linnti.
Lögreglu- og sjúkrabílar hafa núna yfirgefið vettvang á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Götunni var lokað í kjölfar aðgerða lögreglu.