Hefur áhyggjur af geðheilsu nemenda

Prófalærdómur.
Prófalærdómur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vankantar eru á inntökufyrirkomulagi í bæði lækna- og tannlæknadeild Háskóla Íslands. Nám við deildirnar tvær er dýrt og komast færri að en vilja. Það getur haft bæði neikvæð áhrif á fjárhag og andlega heilsu nemenda. Þá ríkir mikið kynjaójafnvægi innan þessarar æðstu menntastofnunar landsins þar sem 70% nemenda sem brautskrást frá skólanum eru konur en 65% prófessora sem starfa við skólann eru karlar, samkvæmt tölum frá 2019.

Þetta er meðal þess sem Helga Hannesdóttir geðlæknir kemur inn á í grein sinni „Verndum geðheilsu háskólanema“ í Læknablaðinu.

„Þetta er brýnt málefni sem hefur á sér margar hliðar. Það veldur manni ýmsum áhyggjum og fær mann til að velta vöngum yfir því hvernig háskólanám á Íslandi er að þróast,“ segir Helga við Morgunblaðið.

Mikilvægi fjölbreytileikans

Erfitt er að svara því hvers vegna færri karlar ljúka háskólaprófi hér á landi en konur. Skýringin gæti þó verið mikið brottfall drengja úr framhaldsskólum sem á svo sennilega rætur að rekja til vanda þeirra í grunnskólanámi, segir Helga aðspurð.

„Það er spurning hvort það hafi ekki samfélagsleg áhrif að nemendur fái ekki nógu miklu uppörvun í grunnskóla og verði síðan út undan. Brottfallið í framhaldsskóla gerist ekki skyndilega, það á rætur að rekja til grunnskóla.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert