Hraðpróf verða ókeypis og engin grímuskylda úti

Grímuskylda á íþróttakappleikjum utandyra mun heyra sögunni til á morgun.
Grímuskylda á íþróttakappleikjum utandyra mun heyra sögunni til á morgun. mbl.is/Unnur Karen

Heilbrigðisráðherra breytti í dag reglugerð þeirri sem tekur gildi á morgun um takmarkanir á samkomum innanlands. Grímuskylda á viðburðum utandyra verður felld brott og gert er ráð fyrir því að hraðpróf verði gjaldfrjáls um miðjan september. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs.

Á viðburðum þar sem hraðpróf eru nýtt verður fólki heimilt að taka niður grímu þegar það situr: „Stefnt er að því að framkvæmd hraðprófa eins og hér um ræðir verði komin á fullt skrið um miðjan september og að prófin verði þá gjaldfrjáls. Í undirbúningi er að leita samninga um framkvæmdina.

Reglur um einkasamkvæmi eru einnig skýrðar og þar er bent á að einkasamkvæmi megi halda áfram fram yfir miðnætti. Það gildi þó veislan fari fram í húsnæði þar sem vínveitingaleyfi er ekki nýtt, þótt það kunni að vera til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert