Þórhildur Gyða Arnarsdóttir sem sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu í kvöldfréttum RÚV segist á Twitter muna vel eftir því að lögfræðingur á vegum KSÍ hafi boðið henni þagnarskyldusamning.
KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem tekið er skýrt fram að lögfræðingurinn hafi ekki verið á vegum sambandsins.
„Ég man vel að þetta var lögfræðingur á vegum KSÍ þar sem mér var orðrétt boðið á fund með „stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni“ þar sem bera átti undir mig þagnarskyldusamningin,“ segir í færslu Þórhildar Gyðu á Twitter. Þá segist hún mögulega geta fundið heimildir til staðfestingar.
Ég man vel að þetta var lögfræðingur á vegum KSÍ þar sem mér var orðrétt boðið á fund með “stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni” þar sem bera átti undir mig þagnarskyldusamningin. Ég gæti mögulega fundið heimildir fyrir því, stay tuned👊🏽 pic.twitter.com/pJuIvUDeez
— Þórhildur Gyða (@torii_96) August 27, 2021