Minnsta fylgishreyfing getur haft víðtæk áhrif

Mismikil kjörsókn getur haft mikil áhrif.
Mismikil kjörsókn getur haft mikil áhrif. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smávægilegar fylgisbreytingar í kjördæmum og mismikil kjörsókn getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast á þing í kosningum, ekki síst þegar framboð eru mörg og flest með fylgi um og undir 10%. Það á við um vænan hluta kjördæmakjörinna og öll jöfnunarsæti.

Flókið kjördæmakerfi gerir það að verkum að hefðbundnar skoðanakannanir á landinu öllu hafa lítið forspárgildi um niðurstöður kosninga. Greina má svör eftir kjördæmum, en þá geta svör úr stökum kjördæmum verið fá, allt niður í 70 svör í fámennustu kjördæmunum. Sem er þeim mun bagalegra þegar framboð eru svo mörg og flest með um og undir 10% fylgi. Þá geta vikmörk hæglega farið upp í ±10% og niðurstöðurnar ónákvæmar eftir því.

Samanteknar kannanir

Ekkert kemur í stað könnunar í hverju kjördæmi fyrir sig, sem tæplega svarar kostnaði, en að ofan má sjá niðurstöðurnar, þegar svör úr þremur síðustu könnunum MMR í röð eru lagðar saman. Útkoman að ofan endurspegar því ekki fylgishreyfingu síðustu daga, en á hinn bóginn hefur fylgi framboða verið fremur stöðugt ef undan er skilin fylgisaukning sósíalista í nýjustu könnuninni, sem MMR gerði í samstarfi við mbl.is.

Þrátt fyrir að á milli síðustu könnunar, sem birt var í gær, og þessara þriggja samanteknu skeiki ekki miklu í fylgi eða þingmannatölu framboða, þá lítur þingmannalistinn talsvert öðruvísi út, bæði hvað varðar nöfn og röð þeirra. Sömuleiðis er athyglisvert að skoða mjög misjafna stöðu framboðanna í einstökum kjördæmum, hvort sem það segir eitthvað um stefnu þeirra eða frambjóðendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert