Óvænt smit greindist á Landspítala

Í gær greindist óvænt Covid-19 smit hjá inniliggjandi sjúklingi á …
Í gær greindist óvænt Covid-19 smit hjá inniliggjandi sjúklingi á Landspítala.

Í gær greindist óvænt Covid-19 smit hjá inniliggjandi sjúklingi á Landspítala. „Öflugt viðbragð fór þegar í gang og umfangsmikil sýnataka og rakning hafin,“ segir á vef Landspítala

Smitið mun hafa komið upp á lungnadeild spítalans en búið er að loka fyrir innlögnum þar til sóttkví verður aflétt við neikvæða sýnatöku á 7. degi frá útsetningu. Allir sjúklingar eru í sóttkví og nokkur fjöldi starfsmanna ýmist í vinnusóttkví C eða sóttkví.

Sjúklingum fækkar

Þá fækkar sjúklingum á spítalanum um fjóra á milli daga en nú liggja tólf inni. Tíu sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og eru fimm þeirra óbólusettir.

Á gjörgæslu fækkar einnig og eru nú sjúklingar tveir, annar þeirra er í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 57 ár.

Virkum smitum fækkar um 109

Virkum smitum fækkar um 109 á milli daga. Eru þau nú 838, þar af 186 börn. Tveir eru metnir rauðir og 29 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.

Töl­fræði Land­spít­ala um stöðu far­ald­urs­ins: 

 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert