Skothvellur heyrist í myndskeiði

Myndskeið hefur verið sett á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem skothvellur heyrist. Virðist það hafa verið tekið upp skammt frá íbúðarhúsinu á Egilsstöðum þar sem vopnaður maður var skotinn af lögreglunni í gærkvöldi.

Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Lögreglan á Austurlandi segist í samtali við mbl.is ekkert getað tjáð sig um skotárásina eða um líðan mannsins og vísar á héraðssaksóknara.

Lög­regl­unni á Aust­ur­landi barst til­kynn­ing um vopnaða mann­inn í Dal­seli á Eg­ils­stöðum þegar hann hafði haft uppi hót­an­ir um að beita skot­vopni. Þá fór lög­regla á vett­vang og var maður­inn þá inni í íbúðar­húsi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­reglu. 

Skot­hvell­ir heyrðust inn­an úr hús­inu og skaut maður­inn í átt að lög­reglu. Þá var ekki vitað hvort fleiri væru inni í hús­inu.

„Eft­ir um klukku­stund kom viðkom­andi vopnaður út úr hús­inu, skaut að lög­reglu og varð þá fyr­ir skoti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Í kjöl­farið fékk maður­inn aðhlynn­ingu frá lækni og var síðar síðar flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur. 

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert