Þetta eru takmarkanirnar sem taka gildi á miðnætti

Sund- og bað­stöðum er heimilt að hafa opið fyrir leyfilegan …
Sund- og bað­stöðum er heimilt að hafa opið fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á miðnætti taka í gildi nýjar samkomutakmarkanir sem gilda til og með 17. september.

Breytingarnar felast í því að:

  • Söfnum er heimilt að taka á móti leyfilegum hámarksfjölda.
  • Veitingastaðir mega að hámarki taka á móti 200 manns í rými.
  • Líkamsræktarstöðvum og sund- og bað­stöðum er heimilt að hafa opið fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
  • Ekki er lengur þörf á að bera grímu á íþróttakappleikjum utandyra.
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna, innan- og utandyra, með og án snertingar, eru heimilar með allt að 200 manns í rými. Sama gildir um sviðslistir, kórastarf, bíósýningar og aðra menningarviðburði.
  • Heimilt er að hafa hlé á viðburðum og er veitingasala í hléum heimil.

Áfram verður 200 manna samkomubann, eins metra nándarregla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun.

Í september er stefnt á að 500 manna viðburðir verði leyfðir með þeim skilyrðum að allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst, séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, séu skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri og noti andlitsgrímu, þar til þeir eru sestir.

Nánari útfærsla á hraðprófunum má vænta á næstu dögum.

Reglugerð heilbrigðisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert