Tvær afganskar fjölskyldur á flótta komu til landsins í dag. Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins í samtali við mbl.is.
Sveinn segir að fólkið hafi verið við nám hér á landi í Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna, sem nú heitir jafnréttisskóli Gró og sé nú komið til landsins ásamt fjölskyldum sínum. Hann gat ekki upplýst um hversu margir komu til landsins.
Hann segir að fjölskyldurnar hafi komið í gegnum Kaupmannahöfn og séu nú í sóttkví.