Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segist vita um allt að sjö núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem hafi verið sakaðir um ofbeldi.
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þórhildur vill að stjórnarmenn Knattspyrnusambands Íslands segi af sér og að leikmenn sem hafi verið kærðir fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu.
Stjórn sambandsins hefur setið á fundi í allan dag um ofbeldismál innan þess. Von er á tilkynningu að loknum fundinum.