Valdtaka talíbana í Afganistan ýfir upp gömul sár að sögn Fatimu Popal, afganskrar flóttakonu sem flúði til Washington D.C. eftir innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1987.
Hún segir að erfitt sé að fylgjast með fréttum frá gamla landinu og geta ekkert að gert. Hún segist muna eftir erfiðleikunum sem fylgdu því að þurfa að hefja nýtt líf hinum megin á hnettinum.
Fatima rekur nú afganskan veitingastað í Washington D.C.