KSÍ hefur boðað alla starfsmenn sína á fund klukkan 16 í dag. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við mbl.is. Stjórnarfundur hefur staðið frá því klukkan 10 í morgun vegna ofbeldismála innan sambandsins.
Klara gat ekki gefið upplýsingar um tilefni fundarins eða hvað yrði til umræðu þar.
Stjórn KSÍ hefur fundað stíft þessa helgina eftir að þolandi steig fram og lýsti því að landsliðsmaður hefði beitt hana ofbeldi á skemmtistað árið 2017.
Þá átti KSÍ að hafa boðið henni þagnarskyldusamning gegn greiðslu miskabóta. Guðni Bergsson kom fram í Kastljósi deginum áður og lýsti því að engin formleg kvörtun hefði komið á hans borð.