Bilaðir vagnar og mikið álag

Leið 1 hjá Strætó er mikið notuð.
Leið 1 hjá Strætó er mikið notuð. mbl.is/Árni Sæberg

Töluvert álag hefur myndast á leiðum 1 og 6 hjá Strætó á milli klukkan 7:30 til 8:00 á morgnana vegna mikils fjölda farþega.

Yfirleitt er brugðist við slíku álagi með því að senda út aukavagna. Það hefur samt ekki gengið sem skyldi vegna fjölda bilaðra vagna hjá Strætó bs, segir í tilkynningu frá Strætó.

Verkstæði Strætó vinnur að lagfæringu vagnanna eins hratt og möguleiki er fyrir hendi.

„Ef viðskiptavinir á leiðum 1 og 6 hafa tök á að nýta sér ferðir fyrir kl. 7:30 eða eftir kl. 8:00 þá mælum við með því. Strætó mun upplýsa viðskiptavini um leið og staða aukavagnanna batnar,” segir í tilkynningunni.

Þar kemur fram að leiðir 1 og 6 séu mest notuðu leiðir Strætó. Þær gangi á 10 mínútna fresti á annatímum og 15 mínútna fresti milli kl. 9:30 og 14:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert