Enn fundað í Laugardalnum

Höfuðstöðvar KSÍ eru í heimstúku Laugardalsvallar. Einhverjir stjórnarmenn eru þar …
Höfuðstöðvar KSÍ eru í heimstúku Laugardalsvallar. Einhverjir stjórnarmenn eru þar en aðrir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn KSÍ fund­ar áfram í dag vegna of­beld­is­máls frá 2017 sem greint var frá í kvöld­frétt­um RÚV á föstu­dag. Stjórn­in fundaði frá há­degi og fram á kvöld í gær en fund­ar­höld hóf­ust aft­ur klukk­an 10 í dag.

Mik­il umræða hef­ur átt sér stað í sam­fé­lag­inu um of­beld­is­mál inn­an knatt­spyrnu­sam­bands­ins. Sú umræða hófst þegar lög­regl­an í Manchester greindi frá því að hún hefði mál til rann­sókn­ar sem varðaði kvænt­an, 31 árs gaml­an landsliðsmann í borg­inni sem var grunaður um brot gegn ólögráða ein­stak­lingi. Um­rædd­ur landsliðsmaður reynd­ist vera Gylfi Þór Sig­urðsson en sú rann­sókn stend­ur enn yfir.

KSÍ hvorki náð ár­angri né verið af­ger­andi

Síðar ritaði Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og for­maður jafn­rétt­is­nefnd­ar Kenn­ara­sam­bands Íslands, grein þar sem hún gagn­rýndi stjórn KSÍ og stefnu sam­bands­ins í jafn­rétt­is­mál­um. Hún sagði sam­bandið hvorki hafa verið af­ger­andi né náð ár­angri á sviðinu.

Hún vísaði síðan til frá­sagn­ar ungr­ar konu af hópnauðgun sem hún hafði orðið fyr­ir árið 2010. Af frá­sögn­inni mátti ráða að um landsliðsmenn væri að ræða.

„Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerend­urna (landsliðsmenn­ina) en svo að þeir gerðu grín að nauðgun­inni dag­inn eft­ir. For­herðing­in al­gjör. Í frá­sögn­inni kem­ur fram hvaða af­leiðing­ar þessi unga kona hef­ur þurft að burðast með. Lýs­ing­in er þyngri en tár­um taki. Þoland­an­um var ein­dregið ráðlagt að kæra ekki, við of­ur­efli væri að etja.“

Sam­band­inu tveir veg­ir fær­ir

Hanna vís­ar einnig til fleiri frá­sagna af of­beldi inn­an landsliðsins, af kyn­ferðis­leg­um toga en einnig heim­il­isof­beld­is. Hún sagði í pistl­in­um að KSÍ væru tveir veg­ir fær­ir:

„Ann­ars veg­ar að halda áfram að senda þau skýru skila­boð til stráka og karla að þeir geti beitt kon­ur mis­kunn­ar­lausu of­beldi, án þess að það hafi nokk­ur áhrif á vel­gengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sín­um. Skila­boðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við of­beldið af hálfu karla og þegja yfir því, ann­ars verði þær sakaðar um lygi.

Hin leiðin fyr­ir KSÍ er að verða hluti af lausn­inni, að rjúfa víta­hring of­beld­is, þögg­un­ar og kven­fyr­ir­litn­ing­ar. Taka skýra af­stöðu með þolend­um, jafn­rétti og rétt­læt­inu.“

Þessi grein hratt af stað mik­illi umræðu í sam­fé­lag­inu sem náði há­marki á miðviku­dag þegar nýr landsliðshóp­ur var kynnt­ur en þar voru nokkr­ir fast­ir póst­ar ekki vald­ir. Þar á meðal Gylfi Þór Sig­urðsson sem sæt­ir enn rann­sókn í Manchester en landsliðsþjálf­ar­inn Arn­ar Þór Viðars­son sagðist á fund­in­um ekki hafa talað við Gylfa.

Guðni Bergs­son var síðan gest­ur Kast­ljóss degi síðar þar sem hann var spurður hvort mál sem vörðuðu kyn­ferðis­legt eða kyn­bundið of­beldi hefðu komið á borð sam­bands­ins:

„Ekki með form­leg­um þætti, en við höf­um verið meðvituð núna ný­verið um umræðu á sam­fé­lags­miðlum, en við höf­um ekki fengið kvört­un eða ábend­ingu um að ein­hver til­tek­inn hafi gerst sek­ur um kyn­ferðis­brot.“

Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergs­son, formaður KSÍ. mbl.is/​Hari

Degi síðar steig Þór­hild­ur Gyða Arn­ars­dótt­ir fram í kvöld­frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins og greindi frá broti sem hún varð fyr­ir árið 2017 af hálfu landsliðsmanns. Hún lýsti brot­inu í viðtal­inu:

„Hann gríp­ur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað lík­ams­árás aðeins seinna þar sem hann tek­ur mig hálstaki í stutta stund.“

Þór­hild­ur seg­ist hafa verið með áverka í vik­ur en hún kærði málið til lög­reglu. Hálfu ári eft­ir at­vikið ætlaði faðir Þór­hild­ar að fara á vináttu­lands­leik. Þegar hann áttaði sig á að um­rædd­ur knatt­spyrnumaður væri í landsliðshópn­um send­i hann stjórn­ar­meðlim­um KSÍ tölvu­póst og grein­di frá kær­unni.

Faðir Þór­hild­ar fékk þá svar frá Guðna Bergs­syni sem sagðist taka málið al­var­lega. Stuttu síðar fékk Þór­hild­ur sím­tal frá lög­manni sem bauð henni að koma á fund hjá KSÍ þar sem henni yrði boðinn þagn­ar­skyldu­samn­ing­ur gegn greiðslu miska­bóta. Hún hafnaði því boði en KSÍ neit­ar því sömu­leiðis að sá lögmaður hafi verið á þeirra veg­um.

Stuttu síðar setti ann­ar lögmaður sig í sam­band við hana og bauð henni á fund landsliðsmanns­ins sem greiddi henni miska­bæt­ur. Þór­hild­ur seg­ist í viðtal­inu ekki stíga fram vegna landsliðsmanns­ins held­ur vegna fram­komu Guðna Bergs­son­ar í Kast­ljósi.

Innt­ur eft­ir viðbrögðum við þessu máli og orðum sín­um í Kast­ljósi deg­in­um áður sagði Guðni Bergs­son að hann hefði misminnt. Hann hafi haldið að mál Þór­hild­ar hefði ekki verið af kyn­ferðis­leg­um toga og sagði um­mæli sín hafa verið mis­tök.

Frá því að þetta viðtal við Guðna var birt hafa marg­ir kallað eft­ir því að hann segi af sér og axli þannig ábyrgð á þessu. Meðal þeirra eru aðgerðar­hóp­ur­inn Öfgar og for­varn­ar­hóp­ur­inn Bleiki fíll­inn.

Stjórn KSÍ fundaði frá há­degi og fram á kvöld í gær. Eng­inn í stjórn­inni hef­ur kosið að tjá sig um fram­vindu fund­ar­ins eða hvenær ætlað er að hon­um ljúki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert