Fluttur á Landspítala eftir vélhjólaslys

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn frá Gjábakkarvegi til Reykjavíkur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn frá Gjábakkarvegi til Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rétt fyrir klukkan tvö voru björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu kallaðar út vegna vélhjólaslyss á Gjábakkavegi í grennd við Þingvelli. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Björgunarsveitar- og sjúkraflutningamenn voru mættir á vettvang rétt fyrir klukkan þrjú og hlúðu að þeim slasaða.

Þyrla flutti síðan manninn til Landspítalans í Reykjavík en hún lagði af stað af Gjábakkavegi laust eftir klukkan þrjú.

Landhelgisgæslan gat ekki veitt nánari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert