Guðni hættur sem formaður KSÍ

Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Bergsson er hættur sem formaður KSÍ samkvæmt heimildum mbl.is. Fréttin verður uppfærð. 

Fundarhöld hafa staðið yfir alla helgina hjá KSÍ vegna ofbeldismála innan sambandsins. Allir starfsmenn KSÍ voru boðaðir á fund klukkan 16 í dag. 

KSÍ staðfestir á Twitter-síðu sinni að Guðni hafi ákveðið að hætta sem formaður og að frekari upplýsinga væri að vænta frá KSÍ síðar í dag.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ (til hægri), fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ …
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ (til hægri), fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í dag. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Stjórn KSÍ hóf fundarhöldin eft­ir að þolandi steig fram og lýsti því að landsliðsmaður hefði beitt hana of­beldi á skemmti­stað árið 2017. Guðni kom fram í Kast­ljósi deg­in­um áður og lýsti því að eng­in form­leg kvört­un hefði komið á hans borð.

KSÍ hefur verið sakað um þögg­un og meðvirkni með gerend­um inn­an sam­bands­ins en síðustu daga hef­ur komið fram há­vært ákall um gagn­ger­ar breyt­ing­ar á stjórn KSÍ. 

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir skrifaði pist­il þann 13. ág­úst síðastliðinn sem hratt af stað umræðu um mál­efnið en í viðtali á Bylgj­unni í dag dró hún hæfi Guðna sem formanns í efa: 

Er Guðni Bergs­son starfi sínu vax­inn ef hann sér ekki hvað er að ger­ast í kringum sig? Auðvitað er það þeirra starf að vita og auðvitað vita þau.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka