Kolbeinn og Rúnar Már detta út úr hópnum

Kolbeinn Sigþórsson í leik með landsliðinu.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leik­menn­irn­ir sem detta út úr A-landsliðshópi karla í knatt­spyrnu fyr­ir kom­andi verk­efni eru Kol­beinn Sigþórs­son og Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Gísli Gísla­son, vara­formaður KSÍ, staðfesti við mbl.is fyrr í kvöld að tvær breyt­ing­ar yrðu gerðar á hópn­um. Einn leikmaður hefði dregið sig út og stjórn KSÍ óskað eft­ir því að hinn leikmaður­inn spilaði ekki í leikn­um. Hann vildi þó ekki nafn­greina leik­menn­ina. 

Rúnar Már Sigurjónsson, til hægri.
Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, til hægri. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gísli sagði að Arn­ar Þór Viðars­son landsliðsþjálf­ari væri ný­kom­inn til lands­ins og væri að vinna í mál­un­um.

Stjórn KSÍ fundaði um helg­ina vegna umræðu um þögg­un vegna of­beld­is inn­an raða sam­bands­ins. Guðni Bergs­son sagði af sér sem formaður en stjórn­in ákvað að sitja áfram þangað til í fe­brú­ar. 

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arn­ar Þór Viðars­son landsliðsþjálf­ari. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert