Kolbeinn og Rúnar Már detta út úr hópnum

Kolbeinn Sigþórsson í leik með landsliðinu.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikmennirnir sem detta út úr A-landsliðshópi karla í knattspyrnu fyrir komandi verkefni eru Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson, samkvæmt heimildum mbl.is.

Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, staðfesti við mbl.is fyrr í kvöld að tvær breytingar yrðu gerðar á hópnum. Einn leikmaður hefði dregið sig út og stjórn KSÍ óskað eftir því að hinn leikmaðurinn spilaði ekki í leiknum. Hann vildi þó ekki nafngreina leikmennina. 

Rúnar Már Sigurjónsson, til hægri.
Rúnar Már Sigurjónsson, til hægri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gísli sagði að Arn­ar Þór Viðars­son landsliðsþjálf­ari væri ný­kom­inn til lands­ins og væri að vinna í mál­un­um.

Stjórn KSÍ fundaði um helgina vegna umræðu um þöggun vegna ofbeldis innan raða sambandsins. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður en stjórnin ákvað að sitja áfram þangað til í fe­brú­ar. 

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert