Segja Guðna ekki einan geta borið ábyrgðina

Skrifstofa KSÍ í dag.
Skrifstofa KSÍ í dag. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ síðdegis í dag eftir fund með starfsmönnum sambandsins, netverjar segja það ekki nægja heldur þurfi öll stjórnin að víkja. Stjórn KSÍ er búin að funda alla helgina vegna meðhöndlunar ofbeldismála innan sambandsins.

Fleiri þurfi að axla ábyrgð

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem kom fram og sagði frá ofbeldi af hálfu leikmanns landsliðsins í kvöldfréttum RÚV á föstudag, fagnar ákvörðuninni á Twitter en segir ótækt að Guðni verði einn látinn bera ábyrgð á málinu:

Segir leikmenn líka þurfa að víkja

Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi segir fleiri leikmenn einnig þurfa að taka pokann sinn:

Rétt viðbrögð hjá Guðna en eftirsjá að honum

Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, segir viðhorfsbreytingu hafa orðið í samfélaginu og hrósar Guðna fyrir skjót viðbrögð.

Vilja að fleiri víki 

Aðrir kalla sérstaklega eftir afsögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og framkvæmdastjórn knattspyrnusambandsins:

Einhverjir halda því fram að stjórnin hafi hafnað þeirri tillögu að halda nýtt landsþing þar sem stjórn sambandsins yrði kjörin á nýjan leik. Vísir hefur eftir heimildarmönnum að sú sé raunin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert