Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ síðdegis í dag eftir fund með starfsmönnum sambandsins, netverjar segja það ekki nægja heldur þurfi öll stjórnin að víkja. Stjórn KSÍ er búin að funda alla helgina vegna meðhöndlunar ofbeldismála innan sambandsins.
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem kom fram og sagði frá ofbeldi af hálfu leikmanns landsliðsins í kvöldfréttum RÚV á föstudag, fagnar ákvörðuninni á Twitter en segir ótækt að Guðni verði einn látinn bera ábyrgð á málinu:
Þetta er vissulega byrjun. En það er ekki hægt að setja nauðgunarmenninguna og gerendameðvirknina sem ríkir innan KSÍ á einn mann. Það þarf nýja stjórn ekki bara nýjan formann. https://t.co/f73IXvGG80
— Þórhildur Gyða (@torii_96) August 29, 2021
Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi segir fleiri leikmenn einnig þurfa að taka pokann sinn:
Guðni Bergsson segir af sér er fínt start í rétta átt. Nú þarf bara restin að segja af sér og fleiri leikmenn að víkja.
— Edda Falak (@eddafalak) August 29, 2021
Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, segir viðhorfsbreytingu hafa orðið í samfélaginu og hrósar Guðna fyrir skjót viðbrögð.
Algjör viðhorfsbreyting í samfélaginu. Það er ekki lengur jaðarskoðun að vilja tafarlaus viðbrögð við ábendingum um kynferðisofbeldi. Ábyrgt af Guðna að stíga til hliðar og meira að segja eftirsjá af honum. Lögmaðurinn m þagnarskyldusamninginn þarf á bráðri endurmenntun að halda. https://t.co/gWCPkUZeHc
— Þóra Tómasdóttir (@thoratomas) August 29, 2021
Aðrir kalla sérstaklega eftir afsögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og framkvæmdastjórn knattspyrnusambandsins:
Ég er ánægður með að Guðni hætti en Klara þarf líka að hætta. Hún er hluti af þessari menningu sem þarna hefur geisað og hún getur ekki leitt breytingar eða vakið traust almennings til KSÍ á ný.
— Hilmar Nordfjord (@hilmartor) August 29, 2021
En aðrir í stjórn? Og framkvæmdarstjórinn?
— Jóhann Skagfjörð (@joiskag) August 29, 2021
Gott og þarft. En öll stjórnin þarf að fara, það er bara ekki flóknara. Það er ekki hægt að gera Guðna einan að blóraböggli og ætla að klappa sér á bakið. Það þarf meiri byltingu í stjórnunarstarfi innanhúss en einn mann sem laug í sjónvarpinu. https://t.co/OT5NBm7iXj
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) August 29, 2021
Góð byrjun. Nú þarf bara að leysa alla hina úr stjórninni sömuleiðis. Þeir eru alveg jafn sekir um lygaþvætti og spillingu og Guðni.
— Úlfar (@ulfarviktor) August 29, 2021
Þið hafið skitið á og skeint ykkur á íslenska fánanum og þjóðsöngnum. Ykkar skömm er botnlaus. Ofbeldismenn eiga aldrei að spila undir okkar merkjum. Sýnið smá pung og segið af ykkur.
— Baldur G (@TheGrumpyGuide) August 29, 2021
Einhverjir halda því fram að stjórnin hafi hafnað þeirri tillögu að halda nýtt landsþing þar sem stjórn sambandsins yrði kjörin á nýjan leik. Vísir hefur eftir heimildarmönnum að sú sé raunin.
Tillögu um auka ársþing til þess að kjósa nýja stjórn KSÍ hafnað af stjórn KSÍ. Auðvitað... allt eðlilegt hér...
— Sandra (@sandrahe) August 29, 2021