Tveir leikmenn út úr landsliðshópnum

Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. mbl.is/Hari

Tvær breyt­ing­ar verða gerðar á hópi A-landsliðs karla í knatt­spyrnu fyr­ir næsta leik. Einn leikmaður hef­ur dregið sig út úr hópn­um og stjórn KSÍ hef­ur óskað eft­ir því að hinn leikmaður­inn spili ekki í leikn­um.

Þetta staðfest­ir Gísli Gísla­son, vara­formaður KSÍ, við mbl.is en Vís­ir greindi fyrst frá mál­inu.

Þessi tíðindi tengj­ast umræðunni sem hef­ur verið uppi að und­an­förnu um þögg­un vegna of­beld­is inn­an raða KSÍ.

Gísli seg­ir að Arn­ar Þór Viðars­son landsliðsþjálf­ari sé ný­kom­inn til lands­ins og að hann sé að vinna í mál­un­um.

Gísli seg­ir helg­ina hafa verið afar erfiða en KSÍ hef­ur fundað stíft vegna næstu skrefa. Fyrr í dag sagði Guðni Bergs­son upp sem formaður KSÍ.

Stjórn sam­bands­ins ákvað að sitja áfram þangað til í fe­brú­ar. Aðspurður seg­ir hann að mik­il umræða hafi verið um það. „Það voru all­ir sem íhuguðu mjög vel stöðu sína. Varðandi það að halda starf­semi sam­bands­ins gang­andi var niðurstaðan að halda áfram til næsta þings,“ seg­ir Gísli.

Und­ir yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar KSÍ í dag að lokn­um fund­ar­höld­un­um skrifa fjór­tán karl­ar en ein­ung­is tvær kon­ur. Er ekki þörf á að fjölga kon­um í stjórn­inni?

„Það er ekki spurn­ing. Miðað við þau mark­mið að jafna kynja­hlut­föll í stjórn­um er það mjög eðli­legt en þá verða kon­ur að stíga fram og bjóða sig fram til verka. Það er ástæða til að hvetja þær til þess,“ svar­ar Gísli.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert