„Atvik sem þessi hafa áhrif á alla er að koma“

Frá vettvangi. Þar voru lögreglumenn að störfum um helgina.
Frá vettvangi. Þar voru lögreglumenn að störfum um helgina. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Lögreglumenn, sem komu að skotárás í Dalseli á Egilsstöðum, þar sem byssumaðurinn var skotinn af lögreglu, hafa fengið sálræna aðstoð. „Atvik sem þessi hafa áhrif á alla er að koma,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Þar þakkar hún öllum sem komu að aðgerðinni og eftirmálum 26. ágúst, meðal annars hvað varðar áfallahjálp og sálrænan stuðning.

„Lögreglan telur brýnt að allir sem telja sig hafa þörf fyrir slíka aðstoð þiggi hana hjá fagaðilum, svo sem hjá félagsþjónustunni á Egilsstöðum eða Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þessir aðilar eru til þjónustu reiðubúnir og veita nánari leiðbeiningar,“ segir í tilkynningunni.

Maðurinn á batavegi

Sömuleiðis segir þar að lögregluembættið sé þakklátt fyrir góðan bata mannsins sem varð fyrir skoti.

„Málavextir hafa verið rýndir innanhúss og er ekkert á þessu stigi sem bendir til að verklagi í málum sem þessum hafi ekki verið fylgt.“

Málið er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert