Coca-Cola á Íslandi óska eftir samtali við KSÍ

Christian Karembeu og tekur sjálfu ásamt Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ …
Christian Karembeu og tekur sjálfu ásamt Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ og Carlos Cruz en Coca-Cola á Íslandi hefur stutt KSÍ um árabil. mbl.is/Hari

CCEP, Coca-Cola á Íslandi, lýs­ir yfir þung­um áhyggj­um af stöðu KSÍ í sam­fé­lag­inu. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa sent sam­band­inu bréf og óskað eft­ir sam­tali um málið og kynn­ingu á aðgerðaáætl­un KSÍ í þess­um mála­flokki.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu sem er meðal stærstu styrkt­araðila KSÍ til margra ára.

Lýsa yfir þung­um áhyggj­um

„Síðustu ára­tugi hef­ur Coca-Cola á Íslandi verið stolt­ur stuðningsaðili ís­lenskr­ar knatt­spyrnu í gegn­um grasrót­ar­starf íþrótta­fé­laga og sam­starf við Knatt­spyrnu­sam­band Íslands. Coca-Cola á Íslandi hef­ur stutt við starf sam­bands­ins gagn­vart öll­um ald­urs­hóp­um og kynj­um.“

Vegna frétta síðustu daga seg­ist CCEP sjá ástæðu til að lýsa yfir þung­um áhyggj­um af stöðu þessa stærsta íþrótta­sam­bands í ís­lensku sam­fé­lagi.    

„Coca-Cola á Íslandi hef­ur sent bréf þess efn­is til KSÍ þar sem óskað er eft­ir sam­tali um þessi mál og kynn­ingu á aðgerðaáætl­un KSÍ í þess­um mála­flokki.“

CCEP von­ast til að KSÍ auðnist að vinna úr þess­um mál­um til að auka jafn­rétti, út­rýma of­beldi og skapa þannig bjarta framtíð fyr­ir ís­lenska knatt­spyrnu með það að leiðarljósi að efla sjálfs­traust og hæfni ungs fólks til framtíðar í gegn­um knatt­spyrn­una. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka