Á undanförnum árum hefur tæknimenntuðu starfsfólki fjölgað hratt hjá stofnunum hins opinbera en á sama tíma hefur orðið 7% fækkun hjá stóru verkfræðistofunum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, hefur áhyggjur af þessari þróun og segir að hún skaði íslenska verkfræðigeirann með ýmsum hætti.
Vandinn kann að skýrast af ranghugmyndum um kostnað eða sífellt flóknari umgjörð útboðaverkefna en leiða má líkum að því að innvistun verkfræðiþjónustu hjá hinu opinbera leiði til aukins kostnaðar og minni sveigjanleika.