Hjúkrunarfræðingnum sleppt úr haldi

Landspítali við Hringbraut.
Landspítali við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hjúkrunarfræðingnum, sem liggur undir grun vegna andláts á Landspítalanum, hefur verið sleppt úr haldi.

Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is, en Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir hjúkrunarfræðingnum. Rúv. greindi fyrst frá.

Að sögn Huldu var ástæðan sú að ekki væru fyrir hendi rannsóknarhagsmunir sem réttlættu áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn átti að renna út á morgun en hann var kærður til Landsréttar.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu tilkynnti í gær að hún hefði til rann­sókn­ar and­lát konu á sex­tugs­aldri sem lést á Land­spít­al­an­um fyrr í mánuðinum. Síðar hefur komið fram að hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sé grunaður um manndráp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka