N1 vill sjá trúverðuga áætlun frá KSÍ

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, vill sjá trúverðuga áætlun frá …
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, vill sjá trúverðuga áætlun frá KSÍ áður en ákvörðun um áframhaldandi samstarf þeirra á milli verður skoðað. mbl.is/Árni Sæberg

Fyr­ir­tækja­sam­stæðan Festi, sem rek­ur meðal ann­ars N1, vill sjá trú­verðuga áætl­un hjá KSÍ um hvernig unnið verði mark­visst að um­bót­um áður en hún tek­ur ákvörðun um áfram­hald­andi sam­starf þeirra á milli. Samn­ing­ur N1 við KSÍ renn­ur út um ára­mót­in.

Þetta seg­ir Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri Fest­ar, í sam­tali við mbl.is.

 „Við hjá Festi sam­stæðunni […] for­dæm­um allt of­beldi, og kyn­ferðis­brot er eitt­hvað sem við líðum alls ekki. Mik­il­vægt er að tekið sé á slík­um mál­um af fag­mennsku með hags­muni brotaþola að leiðarljósi.“

Eggert seg­ir knatt­spyrnu­sam­bandið hafa staðið illa að mál­inu. Hann vilji sjá meiri fag­mennsku frá sam­band­inu.

„Þetta er eng­in spurn­ing. Við mun­um ekki styðja KSÍ áfram áður en þeir koma með trú­verðugt plan. Við get­um ekki verið að styrkja sam­tök sem eru að þagga niður mál, KSÍ get­ur ekki hagað sér svona. Ég er hálf­miður mín yfir þessu öllu. Hug­ur minn er hjá þeim kon­um sem hafa lent í þess­um mönn­um.“

„Stærri en bara þess­ir strák­ar“

Vek­ur hann einnig at­hygli á að N1 sé ekki ein­göngu stuðningsaðili A-landsliðs karla held­ur ís­lenskr­ar knatt­spyrnu, þar á meðal A-landsliðs kvenna sem er á leið á loka­keppni Evr­ópu­móts­ins sem fer fram á næsta ári.

Seg­ir hann fyr­ir­tækið stolt­an styrkt­araðila þeirra og von­ar hann að fyr­ir­tækið getið haldið áfram að styðja við bakið á þeim.

„Íslensk knatt­spyrna er stærri en bara þess­ir strák­ar. Ég vildi líka benda á að kvenna­landsliðið er líka okk­ar stolt, það er það landslið sem hef­ur náð miklu meiri ár­angri en karla­landsliðið. Við hjá N1 erum mjög stolt af því að styðja þær.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert