Samstarfssamningur háður umbótum KSÍ

Icelandair er einn stærsti styrktaraðili og samstarfsaðili Knattspyrnusambandsins og hefur …
Icelandair er einn stærsti styrktaraðili og samstarfsaðili Knattspyrnusambandsins og hefur verið það til margra ára. mbl.is/Eggert

Styrkt­ar­samn­ing­ar milli Icelanda­ir og KSÍ eru laus­ir sem stend­ur og Icelanda­ir fundaði í dag með sam­band­inu. „Við leggj­um áherslu á að sam­bandið sýni á næst­unni fram á áætl­un um hvernig verði unnið mark­visst að um­bót­um áður en ákvörðun verður tek­in um áfram­hald­andi sam­starf.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Icelanda­ir við fyr­ir­spurn blaðamanns. 

Icelanda­ir er einn stærsti styrkt­araðili og sam­starfsaðili Knatt­spyrnu­sam­bands­ins og hef­ur verið það til margra ára. Fyr­ir­tækið seg­ist því taka stöðuna inn­an sam­bands­ins mjög al­var­lega. 

Samn­ing­ar laus­ir

Við átt­um fund með for­svars­fólki sam­bands­ins í dag þar sem farið var yfir stöðuna. Það er okk­ur mik­il­vægt að gildi þeirra aðila sem við erum í sam­starfi við sam­ræm­ist gild­um Icelanda­ir, meðal ann­ars að viðkom­andi búi yfir menn­ingu sem stuðlar að jafn­rétti og virðingu.“

Sam­starf Icelanda­ir og KSÍ hef­ur verið far­sælt til þessa en nú eru samn­ing­ar laus­ir, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir. Ákvörðun um áfram­hald­andi sam­starf verður ekki tek­in fyrr en KSÍ sýn­ir fram á að unnið verði mark­visst að um­bót­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka