Takmörk í réttum

Frá Tungnaréttum árið 2017.
Frá Tungnaréttum árið 2017. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vegna sóttvarnarreglna mega að óbreyttu aðeins 200 manns mæta í Tungnaréttir í Biskupstungum, sem verða laugardaginn 11. september. Í réttir mætir þá tiltekinn fjöldi fólks frá hverjum sveitabæ, það er í samræmi við fjölda þess fjár frá bænum sem rekinn var á fjall í sumar. Þetta er svipað fyrirkomulag og gilti á síðastliðnu ári í sveitum landsins við fjárréttir, sem jafnan eru fjölsótt mannamót og alþýðuskemmtun.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Við bíðum eftir nánari útskýringum Almannavarna um útfærslu. Þó er alveg ljóst að réttir í ár - eins og í fyrra - verða ekki sú fjöldasamkoma sem fólk er vant,“ segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi í Bræðratungu, fjallkóngur í Biskupstungum.

Í september er stefnt á að 500 manna viðburðir verði leyfðir með þeim skilyrðum að allir fæddir 2005 og þaðan af eldri komi með neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi vegna Covid. Fjallkóngurinn telur þetta þó tæpast muni breyta neinu hvað varðar réttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert