HÍ veitti 37 nýnemum styrk

Háskóli Íslands og Háskólabíó.
Háskóli Íslands og Háskólabíó. mbl.is/Ómar

Háskóli Íslands veitti 37 nýnemum styrk úr afreks- og hvatningarsjóði skólans við hátíðlega athöfn í dag. Styrkþegarnir koma úr 15 framhaldsskólum víða um land og innritast í 28 mismunandi námsleiðir á öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands.

Segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands að í hópi styrkþega séu 14 dúxar og semidúxar úr framhaldsskólum landsins á síðustu misserum og árum.

Úthlutunarathöfnin fór nú fram í hátíðasal Háskóla Íslands í annað sinn en þetta var í 14. sinn sem styrkjum er úthlutað úr afreks- og hvatningarsjóði. Viðstaddir voru aðeins styrkþegar, rektor og stjórn sjóðsins en athöfninni var hins vegar streymt á netinu fyrir aðstandendur styrkþega og önnur áhugasöm.

Styrkirnir eru veittir nýnemum sem hafa náð „framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Í hópi styrkþega eru einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig afar vel í námi.“

Hver styrkur nemur 375 þúsund krónum og er samanlögð styrkupphæð því nærri 14 milljónir króna.

Styrkhafarnir eru:

  • Aníta Lind Hlynsdóttir
  • Anna Elísabet Stark
  • Arnór Daði Rafnsson
  • Auðun Bergsson
  • Áróra Friðriksdóttir
  • BerenikaBernat
  • Berglind Bjarnadóttir
  • Bragi Þorvaldsson
  • Daníel Hreggviðsson
  • Elín Kolfinna Árnadóttir
  • Embla Rún Halldórsdóttir
  • Eva Bryndís Ágústsdóttir
  • Freydís Xuan Li Hansdóttir
  • Guðríður Ósk Þórisdóttir
  • Hafrún Alexia Ægisdóttir
  • Hilmir Vilberg Arnarsson
  • Ingibjörg Halla Ólafsdóttir
  • Ingunn Ósk Grétarsdóttir
  • Jón Valur Björnsson
  • Kjartan Óli Ágústsson
  • Kolbrún Sara Haraldsdóttir
  • Kristján Bjarni Rossel Indriðason
  • María Tinna Hauksdóttir
  • Ragnheiður María Benediktsdóttir
  • Ragnhildur Björt Björnsdóttir
  • Ragnhildur Elín Skúladóttir
  • Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir
  • Rakel Rún Eyjólfsdóttir
  • Sigrún Meng Ólafardóttir
  • Sindri Bernholt
  • Steinunn Kristín Guðnadóttir
  • Thelma Lind Hinriksdóttir
  • Tinna Rúnarsdóttir
  • Tómas Helgi Harðarson
  • Trausti Lúkas Adamsson
  • Uloma Lisbet Rós Osuala
  • Weronika Klaudia Wdowiak

Styrkirnir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands.

Stjórn Afreks- og hvatningarsjóðs stúdenta Háskóla Íslands í ár skipa Róbert Haraldsson, prófessor og sviðsstjóri kennslusviðs sem er formaður, Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert