Peningum ausið út í loftið í loftslagsmálum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði samsetningu núverandi ríkisstjórnar óhentuga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, í kappræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Telur hann áskorunina sem við stöndum nú frammi fyrir þarfnast samstiga ríkisstjórnar sem hafi kjark til að taka á málinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók undir óánægju Loga og sagði tugum milljarða hafa verið ausið í loftið. Telur hann menn hafa nálgast loftslagsvánna á rangan hátt en sjálfur taldi hann ekki skynsamlegt að loftslagsstefna myndi ganga út á samdrátt þar sem það myndi leiða af sér lakari lífskjör.

Vill hann þá leggja meiri áherslu á umhverfisvænt eldsneyti og taldi hann jafnframt íslensk álver vera í lykilstöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Katrín segir ríkisstjórn hafa skilað árangri

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, tók fyrir þessa gagnrýni og benti á að ríkisstjórnin hefði skilað árangri á mörgum vígstöðvum.

„Þá er það nú samt staðreynd að það er þessi ríkisstjórn sem er sú fyrsta sem kemur með alvöru framkvæmdaáætlun, full fjármagnaða, í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er þessi ríkisstjórn sem fer af stað í orkuskipti í samgöngum. Það er þessi ríkisstjórn sem fer af stað í átak gegn kolefnisbindingu,“ sagði Katrín.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig fyrir að núningur væri milli ríkisstjórnarflokkana um loftslagsmálefnin. Segir hann ótal mörg tækifæri blasa við Íslandi og lagði til með að ráðist verði í frekari virkjanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert